Tyrkneskur markvörður fannst látinn

Ahmet Eyup Turkaslan var aðeins 28 ára þegar hann fannst …
Ahmet Eyup Turkaslan var aðeins 28 ára þegar hann fannst látinn. Ljósmynd/Yeni Malatyaspor

Knattspyrnumarkvörðurinn Ahmet Türkaslan fannst látinn í rústum byggingar sem hrundi í jarðskjálftunum skæðu í Tyrklandi og Sýrlandi. Yfir 5.000 manns hafa látist af völdum jarðskjálftanna.

Türkaslan var leikmaður tyrkneska B-deildarfélagsins Yeni Malatyaspor og félagið staðfesti tíðindin á Twitter-síðu sinni.

„Markvörðurinn okkar, Ahmet Eyüp Türkaslan, týndi lífi þegar hann varð undir í rústum eftir jarðskjálftana. Hvíldu í friði. Við munum ekki gleyma þér, fallega manneskja,“ segir í yfirlýsingu félagsins á samfélagsmiðlinum.

Türkaslan, sem var aðeins 28 ára gamall, lék sex leiki fyrir Yeni Malatyaspor, eftir að hann kom til félagsins árið 2021 og lék með því í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert