Myndir: Stuðningsmanni vísað úr stúkunni í Kópavogi

Gæslumenn á Kópavogsvelli ræða við stuðningsmann Blika.
Gæslumenn á Kópavogsvelli ræða við stuðningsmann Blika. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stuðningsmenn Breiðabliks voru allt annað en sáttir þegar Dan Biton kom Maccabi Tel Aviv yfir í leik liðanna í B-riðli Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í dag.

Biton kom Maccabi Tel Aviv yfir á 35. mínútu en hann fagnaði með því að hlaupa í átt að varamannabekk liðsins þar sem beið hans stór ísraelskur fáni.

Hann veifaði svo fánanum beint upp í stúku í átt að stuðningsmönnum liðanna við lítinn fögnuð viðstaddra.

Upp úr sauð á milli liðanna eftir þetta og þá var einum stuðningsmanni Breiðabliks vísað úr stúkunni vegna háttsemi hans eftir að Biton fagnaði marki sínu.

Ákveðið var að fjarlægja hann úr stúkunni.
Ákveðið var að fjarlægja hann úr stúkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
Stuðningsmanninum var að endingu vísað úr stúkunni.
Stuðningsmanninum var að endingu vísað úr stúkunni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert