Ferillinn búinn hjá Paul Pogba?

Paul Pogba.
Paul Pogba. AFP/Marco Bertorello

Saksóknari í málefnum íþróttafólks á Ítalíu hefur farið fram á að það að franski knattspyrnumaðurinn Paul Pogba verði úrskurðaður í fjögurra ára keppnisbann.

Það er ítalski miðillinn Gazzetta dello Sport sem greinir frá þessu en Pogba, sem er þrítugur, féll á lyfjaprófi eftir fyrsta leik Juventus í ítölsku A-deildinni á tímabilinu hinn 20. ágúst.

Hann greindist með umframmagn af karlhormóninu testosteróni í blóði sínu og var fall hans á lyfjaprófinu staðfest í október eftir að annað sýni hafði verið tekið úr honum. 

Pogba var settur í æfingabann hjá Juventus þegar málið kom fyrst upp og hefur ekki verið á launaskrá hjá félaginu síðan en fjögurra ára keppnisbann gæti þýtt endalok ferilsins hjá miðjumanninum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert