Alonso fer hvergi

Xabi Alonso verður áfram hjá Leverkusen.
Xabi Alonso verður áfram hjá Leverkusen. AFP/Thomas Kienzle

Spænski knattspyrnustjórinn Xabi Alonso staðfesti á blaðamannfundi Bayer Leverkusen rétt í þessu að hann verði áfram knattspyrnustjóri liðsins á næstu leiktíð.

Alonso hefur verið orðaður við Liverpool og Bayern München undanfarnar vikur, en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Leverkusen, þar sem hann er að gera gríðarlega góða hluti.

„Þetta er rétti staðurinn fyrir mig. Ég verð áfram hjá Bayer. Þetta er fyrsta heila tímabilið mitt sem stjóri og ég hef enn margt að sanna og upplifa,“ sagði hann.

Leverkusen er með 70 stig í toppsæti þýsku 1. deildarinnar, tíu stigum á undan Bayern, þegar átta umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert