Tímabil Skagamannsins búið eftir tæklinguna ljótu

Arnór Sigurðsson spilar ekki meira með Blackburn á leiktíðinni.
Arnór Sigurðsson spilar ekki meira með Blackburn á leiktíðinni. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Arnór Sigurðsson leikur ekki meira með enska liðinu Blackburn Rovers á leiktíðinni vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Íslands og Ísraels í umspilinu um sæti á EM.

Skagamaðurinn varð fyrir meiðslunum er Roy Revivo tæklaði hann illa um miðjan seinni hálfleik og fékk rautt spjald að launum.

Arnór fékk töluvert högg á vinstri ökklann og verður ekki með Blackburn á lokakafla leiktíðarinnar. Staðfesti John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, tíðindin við sjónvarpsstöð félagsins.

Blackburn er í 17. sæti af 24 liðum, en aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsæti í jafnri og spennandi fallbaráttu, en átta umferðir eru eftir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert