Sjáðu fögnuð Real Madrid (myndskeið)

Það er partý í Madrid
Það er partý í Madrid AFP/OSCAR DEL POZO

Leikmenn Real Madrid fagna í dag sínum 36. spænska meistaratitli á götum Madrid ásamt stuðningsmönnum liðsins. Þúsundir stuðningsmanna liðsins komu saman á götum Madrid og hylltu liðið sem keyrði í gegnum borgina á opinni tveggja hæða rútu.

 Bikarinn var afhentur liðinu við lokaða athöfn á æfingasvæði liðsins í morgun og heimsóttu ráðhús borgarinnar í miðborginni áður en rútan keyrði mannskapinn til Cibeles þar sem stuðningsmenn fjölmenntu.

Real Madrid tryggði sér titilinn með 3:0 sigri á Cadiz en erkifjendurnir í Barcelona töpuðu fyrir nágrönnum sínum í Girona sama dag. Ósigur Barcelona þýddi að Real var með þrettán stiga forskot þegar einungis þrír leikir eru eftir.

Upphaflega var Real Madrid boðið að taka við bikarnum í gær þegar liðið heimsótti Granada en forsvarsmenn Madridarliðsins höfnuðu tillögunni af virðingu við Granada sem féllu úr deildinni í gær.

Leikmenn Real njóta dagsins
Leikmenn Real njóta dagsins AFP/OSCAR DEL POZO
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert