Xavi rekinn frá Barcelona

Xavi er farinn frá Barcelona.
Xavi er farinn frá Barcelona. AFP/Jorge Guerrero

Barcelona hefur sagt knattspyrnustjóranum og áður einum sigursælasta leikmanni félagsins, Xavi, upp störfum.

Þetta sagði blaðamaðurinn Fabrizio Romano á samfélagsmiðlinum X fyrir stundu og jafnframt að Þjóðverjinn Hansi Flick muni taka við starfinu af honum.

Uppfært:
Staðfest hefur verið að Xavi láti af störfum eftir leik Barcelona í lokaumferð spænsku 1. deildarinnar um helgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert