Xavi breytir aftur um skoðun

Xavi.
Xavi. AFP/Giuseppe Cacace

Allt bendir til þess að Xavi Hernández muni láta af störfum sem knattspyrnustjóri karlaliðs Barcelona. 

Xavi gaf það út um áramótin að hann myndi láta af störfum hjá félaginu eftir tímabilið. Undir lok apríl sagði hann hins vegar að hann myndi halda áfram með liðið eftir stíf fundarhöld með forráðamönnum félagsins. 

Svo virðst sem að hann sé aftur að hætta. Þá er Hansi Flick, fyrrverandi knattspyrnustjóri Bayern München og þýska landsliðsins, líklegur arftaki hans samkvæmt spænskum miðlum. 

Undir stjórn Xavi varð Barcelona spænskur meistari í fyrra en liðið fagnaði ekki eins góðum árangri á nýliðnu tímabili. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert