Annað gull hjá Tyson Gay

Tyson Gay.
Tyson Gay. Reuters
Tyson Gay frá Bandaríkjunum varð heimsmeistari í 200 metra hlaupi á nýju meistaramótsmeti 19,76 sekúndum. Þetta er annað gull Gay á mótinu en hann sigraði einnig með glæsibrag í 100 metra hlaupinu. Usain Bolt frá Jamaíka varð annar á 19,91 sekúndum og þriðji varð Bandaríkjamaðurinn Spearmon Wallace á 20,05 sek.
mbl.is

Bloggað um fréttina