Phelps lifir lífinu

Orðinn milljarðamæringur og nýtur lífsins sem aldrei fyrr.
Orðinn milljarðamæringur og nýtur lífsins sem aldrei fyrr. Reuters

Sundstjarnan bandaríska Michael Phelps fær nú meiri athygli hjá fréttamönnum slúðurblaða en íþróttafréttamönnum. Ástæðan sú að kappinn er úti á lífinu hvert einasta kvöld þessi dægrin og hafa náðst af honum myndir við miður skemmtileg og skemmtileg tækifæri.

Er Phelps þannig að njóta ávaxta sinna eftir að hafa vart farið út fyrir sundhallir svo mánuðum skipti fyrir Ólympíuleikanna þar sem hann setti hvert ógleymanlegt metið af fætur öðru.

mbl.is

Bloggað um fréttina