Stella öflugust í göngu

Stella Hjaltadóttir Ísafirði í sprettgöngu.
Stella Hjaltadóttir Ísafirði í sprettgöngu. mbl.is

Stella Hjaltadóttir, frá Ísafirði, kom fyrst í mark í 7,5 km göngu kvenna, 17 ára og eldri, á Skíðamóti Íslands á Ísafirði en keppnin fór fram eftir hádegið. Hún kom í mark á 25,49 mínútum og var 27 sekúndum á undan Jónínu Kristjánsdóttur, Ólafsfirði, sem varð önnur.

Guðbjörg Rósa Sigurðardóttir, Ísafirði, hlaut bronsverðlaun en hún kom í mark 26,51 mínútu eftir að hún lagði af stað í brautina í Seljalandsdal. Þóra Fjeldsted var skammt á eftir Guðbjörgu og Hugrún Pála Birnisdóttir varð í fimmta sæti. Alls skiluðu níu keppendur sér í mark.

mbl.is