Hugur í Íslendingunum

Helena Sverrisdóttir fánaberi Íslands gengur inná völlinn með aðra íslenska …
Helena Sverrisdóttir fánaberi Íslands gengur inná völlinn með aðra íslenska keppendur á eftir sér. mbl.is/Guðmundur Hilmarsson

Fimmtándu Smáþjóðaleikar Evrópu voru settir á Stade Josy Bathel-leikvanginum í Lúxemborg í gærkvöld þar sem körfuknattleikskonan Helena Sverrisdóttir var fánaberi Íslands. Í dag hefst svo keppni og mun hún standa fram á laugardaginn.

Íslenski keppnishópurinn á Smáþjóðaleikunum í ár telur 125 manns en stærð leikanna hefur vaxið jafnt og þétt frá því voru fyrst haldnir í San Marínó árið 1985.

Þá var heildarfjöldi keppenda 222 en í dag eru þeir vel á níunda hundrað. Til San Marínó sendu Íslendingar 25 keppendur.

Vettvangur ungra og upprennandi afreksmanna

Það er hugur í íslenska keppnisfólkinu sem Morgunblaðið hefur spjallað við í aðdraganda leikanna og það ætlar að gera sitt allra besta. Oftar en ekki hafa Smáþjóðaleikar verið vettvangur ungra og upprennandi afreksmanna og í íslenska hópnum að þessu sinni eru margir stórefnilegir íþróttamenn sem eiga eftir að gera það gott á næstu árum í bland við afreksíþróttafólk eins og til að mynda Ásdísi Hjálmsdóttur, Óðin Björn Þorsteinsson, Kára Stein Karlsson, Helenu Sverrisdóttur, Ásgeir Sigurgeirsson og Hrafnhildi Lúthersdóttur svo einhverjir séu nefndir.

Alla upphitunina fyrir Smáþjóðaleikana í Lúxemborg þar sem Morgunblaðið og mbl.is eru á staðnum má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert