Þorsteinn úr leik í bogfimi

Þorsteinn Halldórsson mundar bogann í Ríó.
Þorsteinn Halldórsson mundar bogann í Ríó. Ljósmynd/Sverrir Gíslason

Þorsteinn Halldórsson úr Boganum er úr leik í bogfimi á Ólympíumótinu í Ríó, Paralympics. Hann féll úr keppni í 32-manna úrslitum eftir tap fyrir mjög öflugum mótherja, Kevin Polish, frá Bandaríkjunum.

Polish gerði svo gott sem engin mistök í viðureigninni en þeir fengu fimmtán örvar hvor. Skutu þremur þeirra í fimm lotum. Sá bandaríski hafði betur 143:129

Þorsteinn gerði nokkur mistök snemma í viðureigninni en sýndi hvað í honum býr þegar á leið og skaut á við þá bestu í síðustu tveimur lotunum. Fékk þá einungis 9 og 10 stig. Framan af missti hann hins vegar ör niður í 6 stig og slíkt er ekki í boði gegn andstæðingi eins og Polish sem hélt áfram í 16-manna úrslit.

Loturnar fimm fóru þannig: 24:27, 25:29, 23:29, 29:29 og 28:29.

Stig Þorsteins fyrir hverja ör fyrir sig voru eftirfarandi: 9, 9, 6, 10, 7, 8, 8,8,7, 10,9,10, 9, 10, 9.

Þorsteinn er fyrsti Íslendingurinn sem keppir í bogfimi á Paralympics en enginn hefur heldur keppt á Ólympíuleikunum í greininni fyrir Íslands hönd. Þorsteinn hafnaði í 31. sæti í forkeppninni á laugardaginn en Polish í 2. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert