Fylgdarhlaupari Patreks tognaði (myndskeið)

Patrekur Andri Axelsson var að vonum svekktur í Berlín í …
Patrekur Andri Axelsson var að vonum svekktur í Berlín í dag. Ljósmynd/IFSport

Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson gat ekki lokið keppni í 100 metra spretthlaupi á Evrópumóti fatlaðra í Berlín í dag.  Patrekur var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti en hann keppti í flokki T11 (blindir) en fylgdarmaður hans, Andri Snær Ólafsson, tognaði í miðju hlaupi og þeir félagar náðu því ekki að klára eins og áður sagði.

Patrekur er skráður til leiks í 200 metra hlaupi á föstudaginn næsta og er nú unnið að því að finna fylgdarmann fyrir hann svo hann geti tekið þátt í hlaupinu. 

Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert