Ragnheiður tekur við sænsku félagi

Ragnheiður Runólfsdóttir.
Ragnheiður Runólfsdóttir. mbl.is/Golli

Ragnheiður Runólfsdóttir, önnur konan sem var kjörin íþróttamaður ársins, hefur verið ráðin yfirþjálfari S02 í Gautaborg, sem er eitt af stærstu sundfélögum Svíþjóðar. Blaðamaðurinn Skapti Hallgrímsson greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni.

Ragnheiður Runólfsdóttir með viðurkenningu sína sem íþróttamaður ársins 1991.
Ragnheiður Runólfsdóttir með viðurkenningu sína sem íþróttamaður ársins 1991. mbl.is/Rax

Ragnheiður er ein sigursælasta sundkona Íslands frá upphafi og Samtök íþróttafréttamanna kusu hana íþróttamann ársins 1991. Fram að því hafði aðeins ein kona, Sigríður Sigurðardóttir, hreppt þá nafnbót. Ragnheiður hefur undanfarin átta ár verið yfirþjálfari sundfélagsins Óðins á Akureyri.

Samkvæmt Skapta er Ragnheiður í Svíþjóð þessa dagana þar sem hún er með lið S02 á sænska unglingameistaramótinu en hún tekur síðan formlega við sem yfirþjálfari félagsins 1. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert