Frestunin gæti jafnvel komið mér vel

Sveinbjörn Iura, bláklæddur, í keppni erlendis.
Sveinbjörn Iura, bláklæddur, í keppni erlendis. Ljósmynd/Alþjóðajúdósambandið

Sveinbjörn Jun Iura, júdókappi úr Ármanni, hefur ekki gefið drauminn um að taka þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan upp á bátinn, þó að leikunum hafi verið frestað um eitt ár, eða til sumarsins 2021.

Morgunblaðið sló á þráðinn til Sveinbjörns eftir að Alþjóðaólympíunefndin staðfesti að leikunum hefði verið frestað vegna kórónuveirunnar.

„Ég fékk bara að frétta þetta í gær. Nú bíðum við eftir því að Alþjóðajúdósambandið setjist niður og gefi út hvaða mót eru eftir, þá getur maður farið að skipuleggja sig. Ég er ekkert að fara bakka með það að ég ætla á Ólympíuleikana,“ sagði Sveinbjörn ákveðinn og bætti við að frestunin gæti jafnvel komið honum vel.

„Ef þeir bæta við fleiri mótum þá er það bara gott fyrir mig. Það var aðeins farið að þrengja að þegar þeir frestuðu öllum þessum mótum, ég átti enn þá séns en það var komin pressa. Mig vantar enn töluvert af punktum og mótunum var að fækka.“

Viðtalið í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert