Glæsimark Willums Þórs (myndskeið)

Willum Þór Willumsson gekk til liðs við BATE í febrúar …
Willum Þór Willumsson gekk til liðs við BATE í febrúar á síðasta ári. Ljósmynd/BATE

Willum Þór Willumsson skoraði eina mark BATE þegar liðið tapaði 2:1 á útivelli gegn Slavi í hvít-rússnesku úrvasdeildinni í knattspyrnu í dag. Markið skoraði Willum Þór strax á tíu mínútu eftir laglegan einleik.

Willum fékk boltann á hægri kantinum, keyrði inn í teiginn, og smurði boltann upp í samskeytin fjær með vinstri fæti. Willum lék allan leikinn fyrir BATE sem er án stiga í næst neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is