Ásdís sænskur bikarmeistari

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálms­dótt­ir Annerud varð í gær sænskur bikarmeistari í spjótkasti þegar hún kastaði lengst og setti mótsmet á heimavelli í Stokkhólmi en mótið fór fram á velli Spårvägens Friidrottsklubb sem er félagið sem hún keppir fyrir.

Ásdís kastaði lengst 58,14 metra sem dugði til gullverðlauna en Frjálsíþróttasambandið segir frá þessu á heimasíðu sinni. Lengsta kast Ásdís­ar í sum­ar kom á Bottn­arydskastet-mót­inu í júní þar sem hún kastaði lengst 62,66 metra. Íslands­met henn­ar í grein­inni er 63,43 metr­ar en það setti hún árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert