Stigamet hjá Söru sem fékk fullt hús í kosningunni

Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún er íþróttamaður ársins …
Sara Björk Gunnarsdóttir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hún er íþróttamaður ársins í annað sinn. AFP

Sara Björk Gunnarsdóttir vann mikinn yfirburðasigur í kjörinu á íþróttamanni ársins 2020 sem Samtök íþróttafréttamanna lýstu í kvöld.

Hún fékk fullt hús stiga, 600 talsins af 600 mögulegum, en allir þrjátíu meðlimir Samtaka íþróttafréttamanna greiddu atkvæði í kjörinu og settu allir Söru í fyrsta sætið.

Þá er þetta stigamet í kjörinu en þó íþróttamaður ársins hafi áður verið kjörinn ellefu sinnum með öllum greiddum atkvæðum, síðast árið 2009, þá hafa aldrei jafnmargir greitt atkvæði í slíkri kosningu.

Ennfremur er um að ræða stærsta sigurinn í sögu kjörsins en Sara fékk 244 stigum meira en körfuknattleiksmaðurinn Martin Hermannsson sem hafnaði í öðru sæti. Þriðji varð síðan handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson, 90 stigum á eftir Martin.

Öll stigin í kjörinu eru sem hér segir:

1 Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna, Wolfsburg og Lyon  600
2 Martin Hermannsson, körfuknattleikur, Alba Berlín og Valencia  356
3 Aron Pálmarsson, handknattleikur, Barcelona  266
4 Anton Sveinn McKee, sund, SH og Toronto Titans  209
5 Bjarki Már Elísson, handknattleikur, Lemgo  155
6 Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna, Rosengård  126
7 Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir, ÍR  106
8 Ingibjörg Sigurðardóttir, knattspyrna, Vålerenga  84
9 Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna, Everton  74
10 Tryggvi Snær Hlinason, körfuknattleikur, Zaragoza  66
11 Guðrún Brá Björgvinsdóttir, golf, Keili – 47
12 Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar, Ármanni – 23
13 Hilmar Örn Jónsson, frjálsíþróttir, FH – 15
14 Alfons Sampsted, knattspyrna, Bodö/Glimt – 10
15 Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir, Ármanni – 8
16-17 Guðmundur Ágúst Kristjánsson, golf, GR – 7
16-17 Guðlaug Edda Hannesdóttir, þríþraut, Fjölni – 7
18 Berglind Björg Þorvaldsdóttir, knattspyrna, AC Milan, Breiðabliki, Le Havre – 6
19-21 Ísak Bergmann Jóhannesson knattspyrna, Norrköping – 5
19-21 Hlynur Andrésson, frjálsíþróttir, ÍR – 5
19-21 Steinunn Björnsdóttir, handknattleikur, Fram – 5
22-23 Vigdís Jónsdóttir, frjálsíþróttir, FH – 4
22-23 Sveindís Jane Jónsdóttir, knattspyrna, Breiðabliki – 4
24-25 Hilmar Snær Örvarsson, íþróttum fatlaðra, Víkingi – 1
24-25 Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna, Al-Arabi – 1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert