Erna fagnaði sigri í Malmö

Erna Sóley Gunnarsdóttir
Erna Sóley Gunnarsdóttir Ljósmynd/Guðmundur Karl

Erna Sóley Gunnarsdóttir bar sigur úr býtum í kúluvarpi á Nordic-Baltic U23 meistaramótinu í frjálsíþróttum sem nú stendur yfir í Malmö í Svíþjóð. 

Erna kastaði lengst 16,52 metra, hálfum metra lengra en næstu keppendur. Hún var þó nokkuð frá Íslandsmeti sínu sem er 17,29 metrar.

Tiana Ósk Whitworth varð í sjötta sæti í 200 metra hlaupi er hún hljóp á 24,60 sekúndum, nokkuð frá hennar besta árangri, en Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir kláraði ekki hlaupið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert