Æfðu í salnum fyrir EM

NM var haldið í júlí í Gerplu á Íslandi.
NM var haldið í júlí í Gerplu á Íslandi. mbl.is/Óttar Geirsson

EM í áhaldafimleikum hefst á morgun í Þýskalandi og kvennalandsliðið tók æfingu í keppnissalnum í gær.

Svokölluð podium æfing fór fram í gær og á slíkum æfingum fá keppendur að prófa áhöldin sem eru notuð á mótinu í höllinni sem keppt verður í. Sú æfing skiptir máli fyrir fimleikafólk að stilla sig inn á áhöldin sem verða notuð á mótinu sem gætu verið frábrugðin því sem þau nota á æfingum. Til dæmis gæti tvísláin gefið meira eða minna eftir og gólfið getur verið harðara eða mýkra.

Fimleikasambandið hefur verið að sýna frá undirbúning landsliðanna á mótinu á Instagram síðu þeirra. Kvennalandsliðið er komið út en karlalandsliðið mun ferðast næstkomandi sunnudag.

Stelpurnar keppa klukkan 13.15 á morguð að íslenskum tíma.

mbl.is