Fullt af matareitrunum og fólk skilaði öllu

„Við fengum lauksúpu með pulsum í eitt skiptið þarna,“ sagði Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum, í Dagmálum, frétta og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Andrea Sif, sem er 26 ára gömul, var hluti af kvennalandsliðinu sem hafnaði í öðru sæti á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu árið 2016.

Margir liðsmenn Íslands á mótinu fengu matareitrun í Slóveníu þar sem maturinn var ekki upp á marga fiska.

„Þetta er eitt það hræðilegasta sem ég hef upplifað og það var fullt af matareitrunum í þessari ferð,“ sagði Andrea.

„Fólk skilaði öllu og við vonuðumst bara eftir því að hafa næga orku á keppnisdögunum,“ bætti Andrea við í léttum tón.

Viðtalið við Andreu Sif í heild sinni má nálgast með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert