Setti Íslandsmet á Möltu

Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti Íslandsmet í dag.
Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti Íslandsmet í dag. Ljósmynd/Sziliva Micheller

Snæfríður Sól Jórunnardóttir setti í dag nýtt Íslandsmet í 100 metra skriðsundi kvenna þegar hún hafnaði í öðru sæti í greininni á Smáþjóðaleikunum á Möltu.

Snæfríður synti á 55,06 sekúndum en fyrra metið átti hún sjálf, 55,18 sekúndur. Það setti hún í síðasta mánuði á Danish Open-mótinu í Danmörku.

Áður hafði hún slegið 14 ára gamalt met Ragnheiðar Ragnarsdóttur í greininni í marsmánuði þegar hún synti á 55,61 sekúndum á Vestur-Danmerkurmótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert