Faðirinn ákærður í ofbeldismálinu sem skók Noreg

Jakob Ingebrigtsen sakar föður sinn um ofbeldi og harðræði í …
Jakob Ingebrigtsen sakar föður sinn um ofbeldi og harðræði í æsku. AFP/Ozan Kose

Gjert Ingebrigtsen hefur verið ákærður af norskum yfirvöldum fyrir ofbeldi í garð þriggja sona sinna.

Það er norski miðillinn Nettavisen sem greinir frá þessu en í október stigu bræðurnir Henrik, Filip og Jakob Ingebrigtsen allir fram og sökuðu föður sinn um ofbeldi í sinn garð.

Afreksmenn í íþróttum

Mennirnir þrír eru allir afreksmenn í frjálsum íþróttum og á meðal fremstu langhlaupara Noregs en faðir þeirra Gjert, sem er 58 ára gamall, þjálfaði þá alla frá barnæsku.

Jakob, sem er 23 ára gamall, er þeirra þekktastur en hann er ríkjandi ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi frá því í Tókýó árið 2021. Þá hef­ur hann tví­veg­is orðið heims­meist­ari í 5.000 metra hlaupi og fjór­um sinn­um hef­ur hann orðið Evr­ópu­meist­ari í lang­hlaup­um.

Vakti mikla athygli í Noregi

Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi en Gjert lét af þjálfun sona sinna árið 2022 og lögðu þeir fram kæru á hendur honum á síðasta ári.

Faðir þeirra neitar staðfastlega sök og segist aldrei hafa beitt börn sín ofbeldi eða harðræði af nokkru tagi en alls eru þau sjö talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka