Tíu ára atvinnumaðurinn í öðru sæti

Aron Dagur Júlíússon fer vel af stað á Spáni.
Aron Dagur Júlíússon fer vel af stað á Spáni. Ljósmynd/Aðsend

Tíu ára akstursíþróttastrákurinn Aron Dagur Júlíusson hafnaði í öðru sæti í fyrstu keppni ársins í Andalúsíu-meistaramótaröðinni í motocross á Spáni á dögunum.

Um var að ræða fyrstu keppni Arons Dags eftir að hann skrifaði undir atvinnumannasamning við spænska liðið DDR Racing Team fyrr í mánuðinum.

Aron Dagur keppir í 65cc flokki, sem var einn fjölmennasti flokkur keppninnar. 

Næsta keppni er í byrjun apríl en þangað til eru stífar æfingar hjá honum.

Aron Dagur er á leið í vikulanga bLU cRU-æfingabúðir á vegum Yamaha í Evrópu en hann er fyrsti Íslendingurinn til að hljóta boð í slíkar æfingabúðir. Tveir íslenskir akstursíþróttamenn munu sækja æfingabúðir Yamaha í Evrópu í ár og eru það hinn tíu ára Aron Dagur og hinn tólf ára gamli Ísmael Ísak Michaelsson David.

Í framhaldi af æfingabúðunum mun Aron Dagur halda áfram keppni í Andalúsíu-meistaramótaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert