Stutt í næsta stórmót hjá karlalandsliðinu

Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir tapið gegn Úkraínu.
Leikmenn íslenska liðsins þakka fyrir stuðninginn eftir tapið gegn Úkraínu. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins 2024 sem fram fer í Þýskalandi næsta sumar.

Ég var í Wroclac á þriðjudaginn og horfði á Albert Guðmundsson skora sturlað mark gegn Úkraínu þegar hann kom íslenska liðinu yfir, 1:0, í fyrri hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn hjá íslenska liðinu var nánast fullkominn, sérstaklega varnarleikurinn þar sem liðið steig vart feilspor og Úkraínumenn sköpuðu sér varla marktækifæri.

Ég var byrjaður að gera ferðaplön í huganum í hálfleik, ég skal alveg viðurkenna það. Ég skoðaði bæði flug og gistingu í Þýskalandi og sá Evrópumótið 2016, sem fram fór í Frakklandi, í hillingum í Þýskalandi næsta sumar.

Það var ekkert eðlilega gaman í Frakklandi. Ég fór á alla leiki íslenska liðsins nema einn, gegn Austurríki, og þetta er eitt það skemmtilegasta sem ég hef upplifað.

Ég vona innilega að sonur minn, sem er 5 ára, fái að upplifa stórmót með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta og ég er eiginlega sannfærður um það að hann fái að upplifa það, fljótlega meira að segja.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert