Aron Dagur í 2. sæti á Spáni

mbl.is/aðsend mynd

Aron Dagur Júlíusson, tíu ára mótorkrosskappi, tók þátt í tveimur keppnum á Andalúsíu-mótaröðinni í mótorkross. Aron Dagur skrifaði undir samning við DDR Rac­ing Team í byrjun árs og hefur staðið sig gríðarlega vel en hann situr í 2. sæti af 34 ökumönnum.

Aron Dagur komst í hann krappann þegar hann lenti í árekstri við annan ökuþór í stökki og missti 28 ökumenn fram úr sér við áreksturinn en tókst með mikilli þrautseigju að komast fram úr 24 af þeim áður en keppninni lauk.

Næsta keppni Arons Dags fer fram í byrjun maí en að auki stefnir hann á að keppa fyr­ir Íslands hönd á heims­meist­ara­móti ung­linga sem fer fram í Belg­íu í sept­em­ber.

Hægt er að fylgjast með Aroni Degi á Instagram-síðu hans: arondagur36.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka