Okkar sveit þarf að gera betur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Urriðavelli í gær.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir á Urriðavelli í gær. mbl.is/Ófeigur

„Við ætluðum okkur að ná lægra skori, en aðstæður voru býsna krefjandi. Nokkur vindur var, auk þess sem völlurinn er erfiður,“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, við Morgunblaðið í gær að loknum fyrsta keppnisdegi á Evrópumóti áhugamanna í kvennaflokki á Urriðavelli. Íslenska sveitin er í 16. sæti af 20. Stefnan er að gera betur í dag að sögn Úlfars og tryggja sér keppnisrétt í B-riðli mótsins tvo síðustu keppnisdagana þegar leikin verður holukeppni. Í dag, eins og í gær, verður leikinn 18 holu höggleikur.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir lék best íslensku kylfinganna í gær. Hún var á einu höggi yfir pari í 18. sæti. Efst er Maria Parra Luque frá Spáni á þremur höggum undir pari. Alls taka 120 kylfingar frá 20 þjóðlöndum þátt í mótinu.

„Skorið var almennt frekar hátt hjá öllum keppendum, ekki bara hjá okkur,“ sagði Úlfar. „Okkar sveit þarf að gera betur. Völlurinn er erfiður og ef kylfingar fara aðeins út fyrir braut geta þeir lent í mjög slæmum málum og hugsanlega þurft að taka víti. Við lentum meðal annars í því,“ segir Úlfar, sem var afar ánægður með frammistöðu Guðrúnar Bráar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert