Valdís Þóra búin að rétta úr kútnum

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Leyni frá Akranesi, er búin að leika 12 holur á Estrella Damm-mótinu á LET Evrópumótaröðinni en mótið fer fram á Terramar-vellinum á Spáni.

Valdís fór ekki vel af stað en eftir sex holur var hún fjórum höggum yfir parinu en hún hefur heldur betur rétt úr kútnum. Valdís er komin á parið eftir holurnar tólf.

Þetta er þriðja mótið sem Valdís Þóra tekur þátt á LET Evrópumótaröðinni en hún hefur endað í 51. og 50. sæti á fyrstu tveimur mótunum og komst í gegnum niðurskurðinn á þeim báðum.

mbl.is