Ólafía í 56. sæti í Ohio

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir náði sér ekki almennilega á strik á lokahring Marathon Classic-mótsins á LPGA-mótaröðinni í golfi sem fram fór í Ohio-ríki í Bandaríkjunum í dag og lauk leik á fjórum höggum yfir pari í dag.

Ólafía var aftur á móti á pari á mótinu í heild sinni, lauk leik í 56.-61. sæti, sem verður að teljast góður árangur.

Ólafía var á fjórum höggum undir pari fyrir daginn í dag, hlaut fjóra skolla og 14 pör á hring dagsins. Spilamennska hennar var því nokkuð stöðug en fuglarnir létu  ekki sjá sig og +4 á lokahringnum niðurstaðan.

Um er að ræða 16. mótið hjá Ólafíu á mótaröðinni og fimmta skiptið sem hún nær í gegnum niðurskurðinn.

Ólafía í Ohio - lokahringur opna loka
kl. 17:40 Textalýsing Ólafía leikur síðustu holuna á pari og lýkur leik í 56.-61. sæti.
mbl.is