Andri Þór efstur Íslendinganna

Andri Þór Björnsson
Andri Þór Björnsson Ljósmynd/golf.is

Andri Þór Björnsson endaði efstur þriggja Íslendinga á Tinderbox Charity Challenge-mótinu í golfi sem fram fór í Óðinsvéum. Mótið er hluti af Nordic golf-mótaröðinni. Andri Þór hafnaði í 16. sæti á þremur höggum undir pari. 

Guðmundur Ágúst Kristjánsson kom þar á eftir í 29. sæti á samanlagt pari og Ólafur Björn Loftsson endaði í 43. sæti á fjórum höggum yfir pari. 

Næsta mót í mótaröðinni fer fram 19.-21. september og er Guðmundur eini íslenski þátttakandinn. Mótið ber nafnið Harboe Open og fer fram í Trelleborg í Svíþjóð. 

mbl.is