Axel lék sinn besta hring

Axel Bóasson.
Axel Bóasson. Golf.is

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson lék í dag sinn besta hring til þessa á 1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina sem fram fer í Portúgal. Hann lék á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. 

Axel er í 58. sæti af 94 keppendum á samtals sex höggum yfir pari, en 20 efstu kylfingarnir fara áfram í 2. stig eftir fjóra hringi. Íslandsmeistarinn þarf því á draumahring að halda á morgun, ætli hann sér að komast á næsta stig. 

mbl.is