Glæsileg byrjun Birgis Leifs

Birgir Leifur Hafþórsson spilaði mjög vel.
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði mjög vel.

Birgir Leifur Hafþórsson fór vel af stað á 2. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Birgir lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari á fyrsta hring mótsins í dag. Birgir leikur á El Encin-vellinum í Madríd. 

Kylfingurinn fékk sjö fugla og einn skolla í dag. Hann er sem stendur í þriðja sæti ásamt Blément Berardo frá Frakklandi, þremur höggum á eftir Ástralanum Josh Geary sem lék á níu höggum undir pari. 

Um 20 kylfinganna komast áfram á lokastig úrtökumótanna og er Birgir því í fínum málum, en spilaðir eru fjórir hringir. 

Haraldur Franklín Magnús leikur á samskonar móti á Desert Springs vellinum í Almería. Haraldur lék fyrsta hringinn í dag á 72 höggum eða á pari og er hann í 40. sæti ásamt nokkrum kylfingum, sjö höggum frá Deyen Lawson, sem er í toppsætinu. 

Haraldur á fína möguleika á að komast áfram á lokastigið með svipaðri spilamennsku næstu þrjá daga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert