DeChambeau hrósaði sigri

Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn.
Bryson DeChambeau með verðlaunagripinn. AFP

Bandaríski kylfingurinn Bryson DeChambeau fagnaði sigri á móti í PGA-mótaröðinni sem lauk í Las Vegas í nótt að íslenskum tíma.

DeChambeau lék hringina fjóra á 263 höggum (66-66-65-66) eða á 21 höggi undir pari. Hann varð einu höggi á undan landa sínum, Patrick Cantlay, og í þriðja sætinu hafnaði Sam Ryder á 265 höggum.

Þetta var fimmta mótið í PGA-mótaröðinni sem DeChambeau fagnar sigri á en lykillinn að sigrinum var örn sem hann nældi í á 16. holunni eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.

Hann lék lokahringinn á fimm höggum undir pari en þetta var fyrsta mótið sem DeChambeau keppti á eftir ósigur Bandaríkjamanna gegn Evrópuliðinu í Ryder-bikarnum í september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert