Ólafía og Valdís gætu báðar komist á ÓL

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Hari

Eins og staðan er í dag eru þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni báðar á meðal þeirra sextíu kylfinga sem myndu fá boð um að keppa í kvennaflokki í golfi á Ólympíuleikunum í Tókíó 2020. 

Þetta kemur fram á vef Golfsambands Íslands viðamikið kvótakerfi er í gangi varðandi þátttökurétt keppenda og er það gert til þess að sem flestar þjóðir eigi möguleika á að koma keppendum inn á ÓL. Eins og í öðrum greinum þá eru takmörk fyrir því hversu margir keppendur geta verið frá sama þjóðerni. 

Í golfinu eru geysilega margar konur í heimsklassa sem koma frá Suður-Kóreu, Tælandi og Bandaríkjunum svo einhver ríki séu nefnd. Eykur það möguleika okkar kvenna hvað Ólympíuleikana snertir. 

Hér má sjá umfjöllunina hjá GSÍ.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert