Koepka líklegur til að hirða milljarðana

Brooks Koepka.
Brooks Koepka. AFP

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka tók í gær forystuna í Tour Championship, lokamóti Fedex-úrslitakeppninnar, í PGA-mótaröðinni í golfi. 

Koepka hefur átt afar gott ár á golfvellinum svo ekki sé fastara að orði kveðið. Hann sigraði á PGA-meistaramótinu, hafnaði í 2. sæti á Masters, 2. sæti á Opna bandaríska og í 4. sæti á The Open. Fari svo að hann vinni Tour Championship myndi það kóróna rosalega frammistöðu á árinu. 

Koepka hefur eitt högg í forskot á landa sinn Justin Thomas og Rory Mc Ilroy frá N-Írlandi. Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er tveimur höggum á eftir og Englendingurinn Paul Casey er fjórum höggum á eftir Koepka.

Fram undan gæti því verið mikil barátta. Mótið telur mikið á FedEx-stigalistanum en sá sem verður efstur á stigalistanum hlýtur um 2 milljarða íslenskra króna, mesta verðlaunafé sem þekkist í íþróttunum. 

Justin Thomas og Rory McIlroy.
Justin Thomas og Rory McIlroy. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert