Haraldur Franklín í toppbaráttu

Haraldur Franklín Magnús lék vel í dag.
Haraldur Franklín Magnús lék vel í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús og Axel Bóasson eru á meðal keppenda á Lindbytvätten Masters- mótinu í golfi sem hófst í Svíþjóð í dag en mótið er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni.

Haraldur Franklín lék vel á fyrsta hringnum. Hann lék hann á 67 höggum eða á fimm höggum undir pari. Haraldur fékk sex fugla og einn skolla og er þegar þetta er skrifað jafn í fjórða sæti.

Axel gekk ekki eins vel en hann kom í hús á 74 höggum eða á tveimur höggum yfir pari. Hann fékk þrjá fugla og fimm skolla á hringnum. Axel er sem stendur í 73.-94. sæti.

Staðan á mótinu:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert