Eitt högg skilur að fjóra efstu

Haraldur Franklín Magnús er einn í forystu.
Haraldur Franklín Magnús er einn í forystu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er einn í forystu þegar annar af þremur hringjum á B59 Hotel-mót­inu í golfi sem fram fer á Leyn­is­velli á Akra­nesi er hálfnaður. Um er að ræða fyrsta mót árs­ins á golf­mótaröð Golf­sam­bands Íslands á ár­inu 2020.

Haraldur er á samanlagt sex höggum undir pari eftir níu holur af átján á hringnum. Er hann á einu höggi undir pari í dag.

Dagbjartur Sigurbrandsson, Hlynur Bergsson og Hákon Örn Magnússon eru allir einu höggi á eftir Haraldi. Hefur Dagbjartur leikið best þeirra í dag til þessa, eða á tveimur höggum undir pari. 

Hástökkvari dagsins til þessa er atvinnukylfingurinn Axel Bóasson. Er hann á fjórum höggum undir pari í dag, en hann er kominn á 15. holu á hringnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert