Guðmundur á meðal 20 efstu á Írlandi

Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Guðmundur Ágúst Kristjánsson Ljósmynd/seth@golf.is

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék þriðja hringinn á Irish Chal­lenge-mót­inu í Dublin í dag. Mótið er hluti af Áskor­enda­mótaröð Evr­ópu. Guðmundur lék hringinn á 73 höggum, tveimur höggum yfir pari.

Guðmundur er því á pari eftir fyrstu þrjá hringina en hann lék fyrsta hring á 69 höggum og annan hring á 71 höggi.

Íslenski kylfingurinn er í 19. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum fyrir lokadaginn á morgun. Norður-Írinn Dermot McElroy er í efsta sæti á átta höggum undir pari.

mbl.is