Magnað högg Spieth (myndskeið)

Jordan Spieth slær á 11. holu í Ryder-bikarnum í dag.
Jordan Spieth slær á 11. holu í Ryder-bikarnum í dag. AFP

Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth sló ansi snúið högg á fyrsta degi Ryder-bikarsins í dag.

Kúlan var staðsett í úfinni brekku og ekki á hvers manns færi að koma henni aftur inn á flötina.

Spieth tókst þó einmitt það eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan:

Bandaríkjamennirnir Spieth og Justin Thomas lutu í lægra haldi, 3/1, fyrir Evrópubúunum Jon Rahm og Sergio García, sem eru báðir frá Spáni.

Að öðru leyti hafa Bandaríkjamenn ráðið lögum og lofum í fjórmennings viðureignum dagsins.

mbl.is