Við ramman reip að draga í Hollandi

Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað stúlkum 17 ára og yngri.
Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað stúlkum 17 ára og yngri. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, tapaði í dag fyrir landsliði Hollands, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, 28:15, í vináttuleik i Hollandi. Heimaliðið var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 12:8. 

Hollenska liðið er sterkt í þessum aldursflokki og hafnaði m.a. í 9. sæti á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar. 

Eins og gefur að skilja var við ramman reip að draga hjá íslenska liðinu í leiknum í dag þar sem það var að leika við stúlkur sem eru tveimur árum yngri. „Stelpurnar stóðu vel í fyrri hálfleik en erfitt var að fylgja þeim hollensku eftir í líkamlegum styrk í seinni hálfleik," segir Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari íslenska liðsins. 

„Varnaleikur íslenska liðsins var góður og fínt að halda þessum sterku leikmönnum í 28 mörkum. Sóknarleikurinn var hinsvegar erfiður þar sem miklu munaði á líkamlegum styrk og stærð. Flest mörk Íslands komu eftir hröð upphlaup og seinni bylgju,“ sagði Halldór Stefán ennfremur. 

Markaskor:

Sandra Erlingsdóttir 4 mörk

Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir 2 mörk

Þórunn Eva Sigurbjörnsdóttir 2 mörk

Lovísa Thompson 2 mörk

Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2 mörk

Karen Tinna Demian 1 mark

Andrea Jacobsen 1 mark

Ásdís Guðmundsdóttir 1 mark

Selma Jóhannsdóttir og Sunna Guðrún Pétursdóttir stóðu í marki Íslandi og stóðu sig vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert