Fjölnir upp í úrvalsdeild

Fjölniskonur lyfta bikarnum í dag.
Fjölniskonur lyfta bikarnum í dag. mbl.is/Stella Andrea

Fjölnir tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik með tveggja marka sigri á KA/Þór í Dalhúsum í Grafarvogi í dag þar sem lokatölur urðu 28:26.

Fyrir leikinn var KA/Þór í toppsætinu og dugði jafnteflið til þess að komast upp um deild . Fjölniskonur þurftu aðeins að vinna leikinn í dag til þess að jafna KA/Þór að stigum og koma sér upp fyrir norðankonur vegna betri árangurs í innbyrðis viðureignum liðanna, sem Grafarvogsstúlkur og gerðu.

Fjölnir mun því eiga lið í úrvalsdeildum kvenna og karla á næsta tímabili en karlaliðið er fyrir löngu búiða ð tryggja sér 1. deildarmeistaratilinn.

Andrea Jacobsen var markahæst í liði Fjölnis meðsjö mörk en Berglind Benediktsdóttir skoraði sex mörk.

Hjá KA/Þór var Martha Hermannsdóttir markahæst með 9 mörk. Katrín Vilhjálmsdóttir kom næst með fimm mörk.

Fjölnir og KA/Þór fengu 33 stig hvort. FH vann HK 25:21 og endaði í þriðja sæti með 29 stig en HK endaði í fjórða sæti með 26 stig.

Þetta þýðir að í umspili um eitt sæti í úrvalsdeild leikur Selfoss, sem varð í næstneðsta sæti Olísdeildar, við HK og KA/Þór mætir FH. Sigurvegararnir í þessum einvígjum leika síðan til úrslita um hvaða lið fylgir Fjölni upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert