Janus Daði tilnefndur bestur af EHF

Janus Daði Smárason.
Janus Daði Smárason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Janus Daði Smárason, leikmaður Aalborg í Danmörku, er í liði umferðarinnar í Meistaradeild Evrópu í handknattleik eftir frammistöðu sína um helgina.

Janus Daði átti frábæran leik með Aalborg gegn pólska meistaraliðinu Kielce. Aalborg tapaði leiknum 34:30 en Janus var markahæstur á vellinum með 8 mörk.

Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar, en lesendur geta einnig kosið Janus sem besta leikmann umferðarinnar. Það má gera HÉR.

Lið umferðarinnar má sjá hér að neðan og einnig myndskeið af tilþrifum hvers og eins.

Vinstra horn: Andre Lindboe (Elverum)
Vinstri skytta: Dmitrii Santalov (Chekhovskie)
Leikstjórnandi: Janus Daði Smárason (Aalborg)
Hægri skytta: Dika Mem (Barcelona)
Hægra horn: Eduardo Kempf (PSG)
Lína: Anders Zachariassen (Flensburg)
Mark: Andreas Palicka (Rhein-Neckar Löwen)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert