Valur í úrslitaleikinn

Lovísa Thompson sækir að vörn ÍBV í Laugardalshöllinni í kvöld.
Lovísa Thompson sækir að vörn ÍBV í Laugardalshöllinni í kvöld. mbl.is/Hari

Valur leikur til úrslita í Coca Cola-bikar kvenna í handknattleik á laugardaginn. Það varð ljóst eftir að Valur vann ÍBV, 17:12, í undanúrslitum í Laugardalshöll í leik sem lauk fyrir stundu. Valur mætir annaðhvort Stjörnunni eða Fram í úrslitum en liðin mætast í hinni viðureign undanúrslitanna á eftir.

Valur var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda að heita má. Í hálfleik var munurinn fjögur mörk, 9:5. Eyjaliðið lék vel framan af síðari hálfleik og jafnaði metin m.a. 11:11 en komst ekki lengra. Karólína Bæhrenz Lárudóttir skoraði 12. mark ÍBV þegar tíu mínútur voru eftir og minnkaði muninn í eitt mark, 13:12, Val í vil. ÍBV skoraði ekki mark það sem eftir var leiksins. Valur gekk á lagið á ný og tryggði sér sigurinn.

Lovísa Thompson var markahæst hjá Val með sex mörk. Íris Björk Símonardóttir lék afar vel í markinu og varði 13 skot. Arna Sif Pálsdóttir og Sunna Jónsdóttir skoruðu þrjú mörk hvor fyrir ÍBV og voru markahæstar. Guðný Jenný Ásmundsdóttir átti stórleik í markinu. Hún varði 18 skot. Gæði vantaði hins vegar í sóknarleik ÍBV og þar skildi á milli þegar upp var staðið.

ÍBV 12:17 Valur opna loka
60. mín. Ester Óskarsdóttir (ÍBV) á skot í stöng
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert