Nýliðarnir missa spón úr aski sínum

Guðmundur Árni Ólafsson í leik með HK gegn Víkingi í …
Guðmundur Árni Ólafsson í leik með HK gegn Víkingi í úrslitakeppni 1. deildar á dögunum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding hefur tryggt sér krafta hornamannsins Guðmundar Árna Ólafssonar sem var í liði HK sem tryggði sér á dögunum sæti í efstu deild á nýjan leik. 

Handboltaunnendur þekkja vel til Guðmundar Árna en hann lék með Selfossi og Haukum áður en hann hélt til Danmerkur. Hann ætti að styrkja Aftureldingu umtalsvert. 

Guðmundur var í Danmörku frá 2011-2016 og lék þá með Bjerringbro/Silkeborg og Mors-Thy. Hann hefur leikið 14 A-landsleiki en ferill hans með landsliðinu reis væntanlega hæst þegar hann skoraði jöfnunarmark Íslands undir leiks gegn Serbíu ytra árið 2015 í undankeppni EM 2016. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert