Snorri Steinn verður einn aðalþjálfari

Guðlaugur Arnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa starfað saman síðustu …
Guðlaugur Arnarsson og Snorri Steinn Guðjónsson hafa starfað saman síðustu tvö ár. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Handknattleiksdeild Vals hefur ákveðið að gera breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla hjá félaginu. Guðlaugur Arnarsson stígur til hliðar eftir þrjú ár sem aðalþjálfari hjá liðinu.

Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Val hefur Guðlaugur ákveðið að einbeita sér að vinnu og fjölskyldu. Guðlaugur þjálfaði Val ásamt Óskari Bjarna Óskarssyni þegar liðið varð Íslands- og bikarmeistari árið 2017.

Snorri Steinn Guðjónsson verður nú einn aðalþjálfari Vals en þeir Guðlaugur hafa stýrt liðinu saman síðustu tvö ár. Liðið féll úr leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert