Stjarnan gæti blandað sér í baráttuna

Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór mikinn í liði Stjörnunnar gegn KA/Þór …
Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór mikinn í liði Stjörnunnar gegn KA/Þór og skoraði tíu mörk. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú lið eru með fjögur stig eftir tvær umferðir í Olísdeild kvenna í handbolta. Eins og við var að búast unnu Fram og Valur tvo fyrstu leiki sína, en Stjarnan er einnig með tvo sigra.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir fór á kostum fyrir Stjörnuna og skoraði tíu mörk í 26:23-sigri á KA/Þór á heimavelli í eina leik gærdagsins. Þórey skoraði átta mörk í fyrsta leik og byrjar með látum. Martina Corkovic og Hulda Bryndís Tryggvadóttir skoruðu fimm hvor fyrir KA/Þór.

Á laugardag vann Fram sannfærandi 32:17-sigur á ÍBV. Fram skoraði níu af tíu fyrstu mörkunum og var ekki að spyrja að leikslokum eftir það. Eins og oft áður var Ragnheiður Júlíusdóttir drjúg fyrir Fram með sjö mörk.

Nýliðar Aftureldingar stóðu lengi vel í Val á útivelli, en staðan í hálfleik var 16:12, Val í vil. Valskonur bættu í og unnu að lokum sannfærandi 28:18-sigur. Valur fékk skell gegn Fram í meistarakeppninni í byrjun tímabils en hefur síðan þá endurheimt Lovísu Thompson og Díönu Dögg Magnúsdóttur. Allt annað er að sjá til Vals þegar þær eru með.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert