Fram nýtti brotalamir Stjörnunnar

Karen Knútsdóttir fór mikin í liði Fram og skoraði sjö …
Karen Knútsdóttir fór mikin í liði Fram og skoraði sjö mörk. mbl.is/Hari

Fram kom í veg fyrir að Stjarnan jafnaði metin við Val í efsta sæti Olísdeildar kvenna á laugardaginn þegar Safamýrarliðið varð fyrst liða til þess að leggja Stjörnuna á leiktíðinni, 28:25, í Framhúsinu í 5. umferð deildarinnar. Leikurinn var afar kaflaskiptur og mikið var um einföld mistök og ljóst að bæði lið eiga talsvert inni enda stutt liðið á leiktíðina. Eftir góða byrjun Stjörnuliðsins skoraði Fram fimm mörk í röð og náði fjögurra marka forskoti, sem Stjarnan svaraði með fjórum mörkum í röð. Staðan í hálfleik var 14:13, Fram í vil.

Stjarnan hóf síðari hálfleik var krafti og var í forystuhlutverki framan af. Brotalamir á sóknarleik Stjörnunnar urðu þess valdandi að Fram-liðið sneri leiknum sér í hag upp úr miðjum síðari hálfleik. Forskotið gaf sterkt lið Fram ekki eftir.

Brotalamirnar fólust í allt of mörgum einföldum mistökum í sóknarleiknum, sem varð þess valdandi að Fram-liðið fékk boltann oft á tíðum á silfurfati. Slík boð lét leikreynt lið Fram ekki framhjá sér fara.

Karen Knútsdóttir var markahæst hjá Fram með 7 mörk. Steinunn Björnsdóttir var næst með 5. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var besti leikmaður Stjörnunnar auk þess að vera sú markahæsta. Hún skoraði 10 mörk. Stefanía Theodórsdóttir, Elena Birgisdóttir og Karen Tinna Demian skoruðu þrisvar sinnum hver. Hildur Öder Einarsdóttir stóð lengst af í marki Stjörnunnar og varði 10 skot. Hafdís Renötudóttir varði 13 skot í marki Fram, þar af níu í fyrri hálfleik.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert