Vona að það finnist lausn

Ágúst Elí Björgvinsson samdi við Kolding í Danmörku á dögunum.
Ágúst Elí Björgvinsson samdi við Kolding í Danmörku á dögunum. Ljósmynd/Sävehof

„Það er mikil óvissa en ég reyni að taka jákvæðu hliðina á þetta og vona það besta,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson í samtali við Morgunblaðið. Ágúst samdi við Kolding fyrr á árinu en félagið er það sigursælasta í dönskum handbolta frá upphafi.

Liðið var í 12. sæti af 14 liðum í dönsku úrvalsdeildinni þegar deildinni var aflýst vegna kórónuveirunnar, en Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyjólfsson léku með liðinu á tímabilinu. Mikil óvissa ríkir hjá félaginu um þessar mundir, þar sem það er í miklum fjárhagserfiðleikum. Að sögn BT í Danmörku samþykktu leikmenn ekki 40 prósenta launalækkun og sagði stjórnin í kjölfarið af sér. Það kom sér afar illa því tveir af helstu styrktaraðilum félagsins voru í stjórninni. Ef allt fer á versta veg verður félagið gjaldþrota og Ágúst þarf að finna sér nýtt félag.

Leitað að bestu lausninni

„Það eru ákveðnar viðræður innan klúbbsins og stjórnarmanna. Eins og ég skil þetta þá er verið að gera það besta fyrir klúbbinn og leikmenn til halda sér á floti. Við erum að vinna með stjórninni að því að finna bestu lausnina til að komast út úr þessu,“ sagði Ágúst, sem vonast til að félagið nái að bjarga sér, enda spennandi skref á hans ferli.

Viðtalið í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert