Ísland í öðrum styrkleikaflokki

Helena Rut Örvarsdóttir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni …
Helena Rut Örvarsdóttir í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM síðasta haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik er í öðrum styrkleikaflokki af fjórum fyrir dráttinn í forkeppni heimsmeistaramótsins 2021 en hann fer fram 8. júlí.

Forkeppnin verður leikin í lok nóvember eða byrjun desember og þar verður Ísland annaðhvort í þriggja eða fjögurra liða riðli. Sautján lið fara í forkeppnina og eru dregin í fimm riðla þar sem þrjú lið verða í þremur riðlum og fjögur lið í tveimur. Tvö komast áfram úr hvorum riðli yfir í umspilið sem verður leikið sumarið 2021 en lokakeppnin fer fram á Spáni í desember það ár.

Styrkleikaflokkarnir eru þannig skipaðir:

1 Austurríki, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Tyrkland og Norður-Makedónía.

2 Ísland, Úkraína, Ítalía, Sviss og Portúgal.

3 Litháen, Færeyjar, Kósóvó, Ísrael og Finnland.

4 Grikkland og Lúxemborg.

Íslenska landsliðið hóf undirbúninginn fyrir keppnina með æfingatörn sem nú stendur yfir og hófst 15. júní.

mbl.is